ELOFLEX C

Eloflex C er stoltur af titlinum léttasti samanfellanlegi rafmagnshjólastóllinn á markaðnum. Þökk sé koltrefjargrindinni vegur hann aðeins 16 kg. Þessi gerð er tilvalin fyrir þá sem lifa virkum lífsstíl - fólk sem notar eigin bíl mikið eða einfaldlega elskar að ferðast. Rafhlöður samþykktar í flug, stunguþolin dekk og fyrirferðarlítil stærð gerir Eloflex C að frábærum valkosti fyrir ferðalög.

Þessi einstaklega létti koltrefjastóll býður upp á bæði þægindi og áreiðanleika. Stóllinn er einnig fyrirferðarlítil sem tryggir öruggan akstur. Þegar hann er felldur saman tekur hann lágmarkspláss og hægt er að setja hann áreynslulaust í venjulegan leigubíl eða bílaleigubíl. Eloflex C gerir þér kleift að halda áfram að njóta lífsins og gera allt það sem þú hélst áður að væri ómögulegt.

 • Samanfellanlegur á nokkrum sekúndum
 • Léttur - aðeins 16 kg
 • Fyrirferðarlítill og lipur
 • Koltrefjahönnun
 • Passar í bílinn þinn
 • Hámarksþyngd notenda – 100 kg
 • Taktu hann með í flugvélar, rútur og lestir
 • Tveggja ára ábyrgð

https://eloflex.is/voerur/eloflex-c/

ÞYNGD Í KG

16

DRÆGNI Í KM

15

SÆTISHÆÐ Í CM

47,5

HÁMARKSÞYNGD NOTANDA Í KG

100

AFL Í VÖTTUM

2x 250

GRIND ÚR KOLTREFJUM

Koltrefjar eru þekktar fyrir ótrúlegt hlutfall styrks og þyngdar. Það er vinsælasta efnið við smíði á hjólum, bílum, bátum, flugvélum og í byggingarverkfræði. Hví ekki að nýta sér það við smíði rafmagnshjólastóla? Koltrefjagrindin er ekki bara ótrúlega létt. Hún tryggir mýkri og ánægjulegri akstursupplifun.

HINN FULLKOMNI FERÐAFÉLAGI

Eloflex C er sérsmíðaður til ferðalaga og vegur aðeins 16 kg. Hann getur ekið áreynslulaust um þröng rými. Rafhlöðurnar eru viðurkenndar í flug og samanfellanleg smíði hans gerir C-gerðina að þínum fullkomna ferðafélaga.

SAMANFELLANLEG HÖNNUN

Eiginleikinn sem gerir allar Eloflex-gerðirnar svo einstakar er að þær er hægt að leggja saman á auðveldan hátt á nokkrum sekúndum. Fyrirferðarlítil hönnunin ásamt ofurléttri álgrind stuðla að því að auðvelt er að flytja stólana í bíl eða flugvél.

KRAFTMIKLIR MÓTORAR

Þessi gerð er með tveimur kraftmiklum 250 vatta mótorum og notast við nýstárlega burstalausa tækni sem dregur úr orkunotkun og þyngd. Niðurstaðan? Meiri drægni og betri akstursupplifun.

PASSAR Í VENJULEGAN BÍL

Létt og fyrirferðarlítil stærð tryggir að stóllinn rúmast auðveldlega í venjulegum bíl, leigubíl eða bílaleigubíl..

ÖRYGGI

Þar sem öryggi er ávallt í forgangi hjá okkur höfum við útbúið allar gerðir Eloflex með öfluga veltivörn. Einnig er stillanlegt öryggisbelti til staðar sem heldur notendum öruggum í sætinu.

FYRIRFERÐARLÍTILL OG LIPUR 

Með litlum beygjuradíus og mikilli nákvæmni geturðu auðveldlega ekið um þröng rými og komist í gegnum þröngar dyr. Auðvelt er að stýra honum, inni sem úti. Þessi gerð hentar sérstaklega vel fyrir einstaklinga sem eru virkir og þar sem sjálfstæði er afar mikilvægt.

ÖFLUGUR AKSTUR

Létt koltrefjagrindin stuðlar að líflegri akstursupplifun og tryggir að þér líður aldrei eins og hjálpartækið þitt íþyngi þér.

Upplýsingar

 • Nettóþyngd 16 kg án rafhlaðna
 • Heildarþyngd 18 kg með rafhlöðum
 • Hraði 6 6 km/klst.
 • Drægni 15 15 km
 • Tímalengd 3 klukkustundir á hleðslu
 • Mótor 2 x burstalaus kraftmikill mótor
 • Mótorafl 2 x 250 vött
 • Rafhlaða 1 x litíum ION 12 AH / 24 V (288 Wh)
 • Þyngd rafhlöðu 1,8 100 kg
 • Hleðslutími 3 klst.
 • Beygjuradíus 60 cm
 • Hámarkshalli 9 Gráður
 • Hjól 7" að framan (gegnheil) / 8.5" að aftan (gegnheil)
 • Sætishæð 47,5 cm
 • Breidd sætis 44 cm
 • Dýpt sætis 42 cm
 • Hámarksþyngd notenda 100 100 kg
 • Stýripinni Festur hægra eða vinstra megin
 • Sessa Hægt að taka af, laus hlíf
 • Bak Fastar 16 gráður
 • Stærð 93 cm (hæð) x 57,5 cm (breidd) x 93 cm (dýpt)
 • Stærð samanfelldur 79 cm (hæð) x 57,5 cm (breidd) x 32,5 cm (dýpt)
 • Ábyrgð 2 2 ár

AUKAHLUTIR

Slideshow Items

 • ÚRVALSSESSA - EASE ONE

  Ease One er mjúk og afar þægileg sessa hönnuð fyrir fólk sem eyðir löngum tíma í að sitja. Sessan...

 • ÚRVALSSESSA - EASE WEDGE

  Ease Wedge er fleyglaga sessa sem er hækkuð að framan. Hún er sérstaklega hönnuð til að auka þægi...

 • EASE LUMBAR SUPPORT

  Ease Lumba Support er hannaður úr þéttum, endingargóðum og seigfjaðrandi ,,memory foam“ svampi. Ó...

 • EASE ARMREST CUSHION

  Ease Armrest Cushion er mjúk armpúðahlíf hönnuð fyrir Eloflex-stólinn þinn. Hún er er með 1 cm þy...

 • EASE BACKREST TUBE PADDING

  Ease Backrest Tube Padding er mjúk svamphlíf sem er hönnuð fyrir handfang á baki Eloflex-stólsin...

 • HLIÐARTASKA

  Með Eloflex hliðartöskunni geturðu auðveldlega geymt hluti eins og veskið þitt, símann og önnur v...

 • BAKPOKI

  Gæði og góð ending einkenna bakpokann okkar. Hann er hannaður til að passa fullkomlega á allar ge...

TENGDAR GERÐIR